

Fréttamaður
Sigurður Orri Kristjánsson
Nýjustu greinar eftir höfund

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku
Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu.

Grátlegt tap hjá Esbjerg
Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg voru með leikinn gegn Fredericia í hendi sér framan af leik en gestunum tókst að jafna og svo komast yfir í uppbótartíma. 1-2 tap niðurstaðan hjá Esbjerg sem eru í smá vandræðum í neðri hluta deildarinnar.

Kanarífuglarnir étnir á Brúnni
Það er ekki hægt að segja að hinir gulgrænu Kanarífuglar frá austur-Anglíu hafi verið mikil fyrirstaða fyrir topplið Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tók öll völd á vellinum á fyrstu sekúndu, náðu fljótt forystu og völtuðu svo yfir Norwich, 7-0.

Lyngby á toppinn
Lærisveinar Freys Alexandersonar, Lyngby, sóttu sér þrjú stig í dönsku fyrstu deildinni með 0-1 sigri á Horsens. Lyngby komst með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

Verstappen sýndi Hamilton fingurinn
Max Verstappen var heldur betur ósáttur við höfuðandstæðing sinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, á annarri æfingunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fer fram um helgina í Texas.

Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma
NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver.

Auðveldara að þjálfa Lukaku heldur en Mbappé eða Neymar
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé þægilegra að vinna með Romelu Lukaku heldur en stórstjörnunum sem hann þjálfaði hjá Paris St. Germain. Þetta kemur fram hjá miðlinum Sportweek sem er aukablað ítalska íþróttablaðsins Gazetta dello sport.

Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni
Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt.

Bayern Munchen slátraði Leverkusen á útivelli
Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen áttu ekki í neinum erfiðleikum með Leverkusen á útivelli í dag. Robert Lewandowski setti tvö mörk í auðveldum 1-5 sigri.