„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. 4.11.2024 23:17
Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason meiddist í ökkla eftir fólskulegt brot Alexanders Milosevic í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þjálfari hans segir engan annan í deildinni svo harðan af sér að halda áfram leik eins og Arnór gerði. 4.11.2024 22:33
Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Eftir að hafa másið og blásið nánast allan leikinn tókst Fulham loks að koma boltanum í netið hjá Brentford í uppbótartíma, og það tvisvar, í 2-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 4.11.2024 21:48
Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Grannar tókust á í Hveragerði í kvöld þegar Hamar mætti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta. Hamarsmenn unnu öruggan tuttugu stiga sigur, 105-85. 4.11.2024 21:17
Fram flaug áfram í bikarnum Framkonur eru komnar í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta eftir öruggan sigur á Selfossi í kvöld, 26-19, þrátt fyrir að staðan væri jöfn snemma í seinni hálfleik. 4.11.2024 21:03
Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Norski landsliðsfyrirliðinn Martin Ödegaard, sem einnig er fyrirliði Arsenal, er kominn í hnapphelduna. Hann giftist hinni 28 ára gömlu danskonu Helene Spilling sem nú ber einnig Ödegaard-eftirnafnið. 4.11.2024 20:32
Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli. 4.11.2024 20:14
Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Eyjamenn hafa landað sóknarmanninum Omar Sowe sem kemur til ÍBV eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Leikni R. í Lengjudeildinni. 4.11.2024 19:33
Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Bayern München og Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Stigið dugar Bayern til að jafna Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur, á toppi deildarinnar. 4.11.2024 19:04
Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Bandaríska skíðastjarnan Lindsey Vonn, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli, gæti verið að snúa aftur til keppni í heimsbikarnum eftir fimm og hálfs árs fjarveru. Þjóðverjinn Markus Wasmeier gagnrýnir þessa fyrirætlun og segir nánast um hneyksli að ræða. 4.11.2024 18:30