Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. 6.5.2024 10:31
Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 6.5.2024 09:05
Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. 6.5.2024 08:32
Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. 6.5.2024 08:01
Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. 6.5.2024 07:28
FH-ingar kynna besta lið sögunnar Knattspyrnudeild FH hefur staðið fyrir kosningu um bestu leikmenn í sögu karlaliðs félagsins, og verður úrvalsliðið kynnt fyrir leikinn við Vestra í Bestu deildinni á morgun. 3.5.2024 15:31
„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. 3.5.2024 09:00
Aðalsteinsdóttir nafnið á nýrri æfingu Ný æfing fær nú pláss í dómarabókinni í áhaldafimleikum og hún er nefnd eftir íslensku fimleikakonunni Thelmu Aðalsteinsdóttur, sem framkvæmdi hana fyrst allra í sögunni. 3.5.2024 08:32
Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. 3.5.2024 07:31
Segir verðlaunafé valda sundrung meðal íþróttafólks Sir Steve Redgrave, fimmfaldur ólympíumeistari í róðri, er alls ekki hrifinn af ákvörðun alþjóða frjálsíþróttasambandsins um að veita í fyrsta sinn verðlaunafé á Ólympíuleikunum í París í sumar. 2.5.2024 16:31