Newcastle bætti við martröð Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 21:52 Newcastle var ekki í miklum vandræðum með að leggja Manchester United að velli í kvöld, eftir að Alexander Isak skoraði strax á fjórðu mínútu. Getty/Robbie Jay Barratt Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli. Alexander Isak skoraði sitt áttunda deildarmark í desember þegar hann kom Newcastle yfir strax á fjórðu mínútu í kvöld, með skalla eftir fyrirgjöf Anthony Gordon. Ófarir heimamanna héldu svo áfram þegar Gordon átti aðra fyrirgjöf á 19. mínútu og Joelinton skoraði með skalla. Rúben Amorim reyndi að bregðast við með varnarsinnaðri skiptingu eftir hálftíma leik – tók Joshua Zirkzee af velli og setti Kobbie Mainoo inn á til að hjálpa Casemiro og Christian Eriksen á miðjunni. Það stuðlaði að því að Newcastle skoraði ekki fleiri mörk en það gerðu heimamenn ekki heldur og 2-0 sigur gestanna því staðreynd. Newcastle komst með sigrinum upp fyrir Manchester City og Bournemouth, og er með 32 stig í 5. sæti. Manchester United er hins vegar aðeins með 22 stig í 14. sæti, sjö stigum frá fallsæti en 23 stigum frá toppnum. Watkins jafnaði met á Villa Park Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í slag liðanna í 9. og 10. sæti. Brighton hefur því leikið sjö leiki í röð án sigurs og er með 27 stig en Villa-menn eru með 29 stig, líkt og reyndar Fulham. Simon Adingra kom Brighton yfir á 12. mínútu en Ollie Watkins jafnaði metin úr vítaspyrnu á 36. mínútu, og jafnaði um leið met Dwight Yorke en báðir hafa nú skorað 37 úrvalsdeildarmörk á heimavelli fyrir Villa. Watkins, sem var á ný í byrjunarliði Villa, lagði svo upp mark fyrir Morgan Rogers í upphafi seinni hálfleiks en Tariq Lamptey náði að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok. Enski boltinn
Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli. Alexander Isak skoraði sitt áttunda deildarmark í desember þegar hann kom Newcastle yfir strax á fjórðu mínútu í kvöld, með skalla eftir fyrirgjöf Anthony Gordon. Ófarir heimamanna héldu svo áfram þegar Gordon átti aðra fyrirgjöf á 19. mínútu og Joelinton skoraði með skalla. Rúben Amorim reyndi að bregðast við með varnarsinnaðri skiptingu eftir hálftíma leik – tók Joshua Zirkzee af velli og setti Kobbie Mainoo inn á til að hjálpa Casemiro og Christian Eriksen á miðjunni. Það stuðlaði að því að Newcastle skoraði ekki fleiri mörk en það gerðu heimamenn ekki heldur og 2-0 sigur gestanna því staðreynd. Newcastle komst með sigrinum upp fyrir Manchester City og Bournemouth, og er með 32 stig í 5. sæti. Manchester United er hins vegar aðeins með 22 stig í 14. sæti, sjö stigum frá fallsæti en 23 stigum frá toppnum. Watkins jafnaði met á Villa Park Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í slag liðanna í 9. og 10. sæti. Brighton hefur því leikið sjö leiki í röð án sigurs og er með 27 stig en Villa-menn eru með 29 stig, líkt og reyndar Fulham. Simon Adingra kom Brighton yfir á 12. mínútu en Ollie Watkins jafnaði metin úr vítaspyrnu á 36. mínútu, og jafnaði um leið met Dwight Yorke en báðir hafa nú skorað 37 úrvalsdeildarmörk á heimavelli fyrir Villa. Watkins, sem var á ný í byrjunarliði Villa, lagði svo upp mark fyrir Morgan Rogers í upphafi seinni hálfleiks en Tariq Lamptey náði að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok.