Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 11:39 Yetna kom til Álftaness eftir að hafa lengi leikið í Bandaríkjunum. Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira