Svona braut Gísli ökklann Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. 12.5.2023 11:30
„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. 12.5.2023 08:00
Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti. 11.5.2023 15:27
Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. 11.5.2023 14:30
Strax uppselt á stórleikinn annað kvöld Áhuginn á einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta er engu minni í ár en þegar liðin börðust um titilinn í fyrra. 11.5.2023 13:33
Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. 11.5.2023 12:00
Stórkostlegar fréttir fyrir AC Milan rétt fyrir stórleik kvöldsins Erkifjendurnir í AC Milan og Inter mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en stuðningsmenn AC Milan hafa ástæðu til að gleðjast þó að leikurinn sé ekki hafinn. 10.5.2023 17:01
Sjáðu þegar Patrik sleit krossbandið og var refsað Annað tímabilið í röð hefur Breiðablik misst út sóknarmann vegna krossbandsslita í hné og ljóst er að færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen spilar ekki meira í Bestu deildinni í sumar. 10.5.2023 16:30
„Menn langar að svara fyrir þetta“ „Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld. 10.5.2023 14:30
Ágúst rekinn og Jökull tekur við Ágúst Gylfason hefur verið rekinn úr starfi aðalþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta eftir slæmt gengi það sem af er leiktíð í Bestu deildinni. 10.5.2023 13:46