„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. 27.10.2023 21:22
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27.10.2023 20:54
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi er algjört met Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16.10.2023 21:40
Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. 16.10.2023 21:37
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13.10.2023 21:30
„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. 13.10.2023 21:09
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 4-0 | Himinn og haf á milli liðanna Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-0 tap, og hefði vel getað tapað stærra, er liðið heimsótti Þjóðverja í Þjóðadeild UEFA í dag. Íslenska liðið átti ekki eitt einasta skot á mark og var himinn og haf á milli liðanna. 26.9.2023 19:06
„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“ „Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 26.9.2023 18:38
Umfjöllun: Ísland 1-0 Wales | En við erum með Glódísi Ísland tryggði sér fullkomna byrjun í hinni nýju Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Wales á Laugardalsvelli. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið með frábærum skalla í fyrri hálfleik. 22.9.2023 21:45
Franskur landsliðsmaður ákærður fyrir nauðgun Knattspyrnumaðurinn Wissam Ben Yedder, sem á að baki 19 landsleiki fyrir Frakkland, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar og kynferðisofbeldi. Þetta staðfestir saksóknari í Nice við fjölmiðla. 11.8.2023 17:01