Björgvin og Kristján báðir í landsliðinu Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í landsliðshópnum sem valinn hefur verið fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta. Einn nýliði er í hópnum. 13.4.2023 10:14
Sjáðu mörk Real gegn Chelsea og rauða spjaldið Evrópumeistarar Real Madrid eru í góðum málum í einvígi sínu við Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, eftir 2-0 heimasigur í gær. Mikil spenna er í einvígi AC Milan og Napoli eftir 1-0 heimasigur Milan. 13.4.2023 10:04
Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. 13.4.2023 09:00
Hættur við að kaupa Man. Utd: „Tek ekki þátt í þessum farsa“ Finnski frumkvöðullinn Thomas Zilliacus hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um að eignast Manchester United. Hann segir ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar, núverandi eigenda enska stórveldisins, um að efna til þriðju umferðar tilboða í félagið vera farsa. 13.4.2023 08:00
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12.4.2023 11:16
Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. 12.4.2023 10:31
Ætla að greiða hæsta fé sem greitt hefur verið fyrir fótboltakonu Barcelona ætlar að freista þess að fá til sín norsku knattspyrnustjörnuna Ödu Hegerberg í sumar og er reiðubúið að greiða Lyon metfé og jafnframt að gera Hegerberg að einni launahæstu knattspyrnukonu heims. 12.4.2023 09:31
Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans. 12.4.2023 08:31
Brynjar númer 69 til að heiðra lítinn frænda og heilbrigðiskerfið Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram í Bestu deildinni í fótbolta, mætti til leiks á nýrri leiktíð á mánudag með nýtt númer á bakinu, 69. Það gerir hann fyrir frænda sinn sem fór í hjartastopp í 69 mínútur fyrr á þessu ári. 12.4.2023 08:00
LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. 12.4.2023 07:31