Strákarnir okkar fá fullan stuðning Uppselt er á landsleik Íslands og Tékklands í undankeppni EM karla í handbolta sem fram fer í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16. 9.3.2023 13:31
Kristján vill taka við strákunum okkar og segir starfið verða að vera fullt starf Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og fyrrverandi þjálfari sænska landsliðsins í handbolta, hefur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Fyrir nokkrum árum ræddi HSÍ við Kristján um að taka við landsliðinu. 9.3.2023 12:26
Eftir skelfinguna í gær verður Ísland að vinna með sex marka mun Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir næsta Evrópumót ef liðinu tekst að vinna Tékka með sex marka mun í Laugardalshöll á sunnudaginn. Það gæti reynst afar dýrmætt. 9.3.2023 09:20
Stelpur með sama rétt og strákar til að spila fótbolta eftir bréf enska landsliðsins Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 600 milljónum punda, jafnvirði yfir 100 milljarða króna, á næstu tveimur árum í að stelpur fái sömu tækifæri í skólaíþróttum og strákar. 8.3.2023 15:01
Sjáðu Chelsea bjarga Potter með afar umdeildum hætti og Benfica í ham Leikmenn Chelsea náðu að koma liðinu áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og hjálpa Graham Potter að halda starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins, með 2-0 sigri gegn Dortmund í gær. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má nú sjá á Vísi. 8.3.2023 12:02
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8.3.2023 11:30
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7.3.2023 20:00
Endurgreiða Liverpool-fólki hálfan milljarð UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að endurgreiða öllu Liverpool-stuðningsfólki sem átti miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í París í fyrra. 7.3.2023 16:15
Ragnar fékk að hætta hjá Haukum Ragnar Hermannsson hefur látið gott heita sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Haukum. Hann óskaði sjálfur eftir því að hætta, af persónulegum ástæðum. 7.3.2023 15:01
Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. 7.3.2023 12:00