Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 2-1 | EM-farinn bjargaði Stjörnunni Sædís Rún Heiðarsdóttir, nýkomin heim af EM U19-landsliða, sá um að tryggja Stjörnunni 2-1 sigur gegn Tindastóli í Bestu deildinni í fótbolta í dag með sannkölluðu draumamarki. 29.7.2023 16:48
Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7.7.2023 09:01
„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. 6.7.2023 16:00
„Þar hefðum við getað verið heppnari“ „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. 6.7.2023 15:19
Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. 6.7.2023 13:30
„Lítil mistök sem drepa okkur“ Logi Hrafn Róbertsson segir Ísland enn eiga góða möguleika á að komast upp úr sínum riðli á EM U19-landsliða í fótbolta, eftir 2-1 tap gegn Spáni í fyrsta leiknum á Möltu í gærkvöld. 5.7.2023 17:01
Allir Evrópuleikirnir á Stöð 2 Sport Samningar hafa náðst um að komandi leikir íslensku liðanna í undankeppni Meistaradeildar og Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í júlí verði allir sýndir á Stöð 2 Sport. 5.7.2023 15:04
Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. 5.7.2023 14:46
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5.7.2023 14:03
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5.7.2023 12:56