Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

KSÍ sækir um að halda ársþing UEFA

Stjórn knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að sækja um að halda ársþing knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, árið 2027. Búast má við miklum áhuga á þinginu það ár.

„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“

„Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld.

Emilía skoraði og varð bikarmeistari í Danmörku

Hin 18 ára gamla Emilía Kiær Ásgeirsdóttir átti stóran þátt í því að tryggja Nordsjælland danska bikarmeistaratitilinn í fótbolta, með sigri gegn Fortuna Hjörring í úrslitaleik í gær.

Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar

Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi.

Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum

Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust.

Sjá meira