Máttu ekki synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk Ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um að synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk vegna kvikmyndaverkefnis á þeim grundvelli að hún hafi verið illa klippt, fyrirsjáanleg og yfirborðskennd, hefur verið felld úr gildi. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu á dögunum. 1.8.2024 15:02
Aukinn viðbúnaður til að bregðast við eggvopnaógn Undirbúningur viðbragðsaðila fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er í fullum gangi. Lögregla hefur aukið viðbúnað í Dalnum til að bregðast við tiltölulega nýtilkominni eggvopnamenningu hér á landi. 1.8.2024 11:42
Fjórðungur landsmanna sótti símenntun í fyrra Um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára sótti símenntun í fyrra, eða rúmlega 51 þúsund manns. 1.8.2024 10:42
Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkað um tæpan þriðjung Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. 1.8.2024 10:25
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. 31.7.2024 23:44
Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 31.7.2024 22:57
Hefði horft á lokakvöldið hefði Hera Björk komist áfram Fráfarandi forseti Íslands segist hafa tekið ígrunaða ákvörðun um að horfa ekki á fyrra undankvöld Eurovision í ár en gert Heru Björk Þórhallsdóttur keppanda Íslands grein fyrir því að hún ætti ekki að þurfa að gjalda fyrir að vera fulltrúi Íslands. 31.7.2024 22:30
Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi. 31.7.2024 22:29
Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. 31.7.2024 21:34
Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. 31.7.2024 21:00