Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 18:33 Svandís segist þekkja þjónustu Ljóssins vel. Hún hafi nýtt sér hana bæði sem krabbameinssjúklingur og aðstandandi og hafi áður kynnst henni sem heilbrigðisráðherra. Hún segir starfsemi samtakanna gríðarlega mikilvæga. Vilhelm/Anton Brink Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira