Guðni um bílakaupin umdeildu: „Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands viðraði skoðanir sínar á umdeildum bílakaupum verðandi forseta í viðtali hans síðasta dag í embætti. Hann sagði háttsemi Brimborgar óforskammaða og spurði fréttamann hvort hún myndi kaupa bíl af svoleiðis fólki. 31.7.2024 19:30
„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. 31.7.2024 18:57
Minnst 120 létust í aurskriðum á Indlandi Aurskriður sem féllu í Kerala-fylki í Suðurhluta Indlands í morgun urðu minnst 123 að bana. Hundrað til viðbótar er enn saknað og óttast er að tala látinna hækki enn fremur. 30.7.2024 23:38
Fjörutíu tonn af eldfimu fiskafóðri í stórskemmdum bílnum Eldur sem kviknaði í bílstjórahúsi flutningabíls um klukkan sjö í kvöld dreifði sér í kassa bílsins, en í honum voru fjörutíu tonn af þurru fiskafóðri. Að sögn slökkviliðsmanns stórskemmdist bíllinn sem og vagninn. 30.7.2024 22:30
Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 30.7.2024 21:30
Flutningabíll varð alelda í Þrengslum Slökkviliðinu í Árnessýslu barst útkall á áttunda tímanum í kvöld eftir að eldur hafði kviknað í mannskapshúsi flutningabíls á Þrengslavegi. 30.7.2024 20:01
„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. 30.7.2024 19:32
„Ekki við hæfi“ að dómsmálaráðherra tjái sig um mál Helga Dómsmálaráðherra telur ekki við hæfi að hún tjái sig um erindi ríkissaksóknara varðandi tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara meðan á málsmeðferð stendur. 30.7.2024 18:27
Umdeild ummæli, líkur á gosi og truflandi skilti Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli. 30.7.2024 18:11
„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“ Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. 30.7.2024 18:00