Fréttamaður
Sólrún Dögg Jósefsdóttir
Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar
Nýjustu greinar eftir höfund
Hraun flæðir yfir Nesveg
Hraunið frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúk á fyrsta tímanum í dag flæðir yfir Nesveg og Grindavíkurveg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði hraunflæðið í kvöld.
Eina leiðin inn í Grindavík um Suðurstrandarveg og innviðir í hættu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum líst illa á eldgosið nærri Sundhnúki. Hraunið, sem flætt hefur yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg liggi ofan í görðunum og innviðir séu bersýnilega í hættu.
Strætó kveður Hlemm í bili
Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.
Vaktin: Eldgos er hafið
Eldgos hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík klukkan 12:46 í dag.
De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið
Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram.
Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til
Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til.
„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“
Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað.
Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt
Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti.
Leitin enn ekki borið árangur
Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina.
Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná
Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk.