Tíu sektaðir vegna notkunar nagladekkja Tíu manns voru sektaðir í höfuðborginni á bilinu fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun vegna óheimilrar notkunar nagladekkja. 25.4.2024 07:22
MA vann MORFÍs Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó. 21.4.2024 16:29
Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. 21.4.2024 16:05
Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni eftir flokksstjórnarfund Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir aðjúnkt og varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að segja sig úr flokknum og í leiðinni segja af sér varaþingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðuna segir hún vera sífellt minnkandi áherslu flokksins á mannréttindamál. 21.4.2024 13:48
Forysta Framsóknar endurkjörin Sigurður Ingi Jóhannsson var á Flokksþingi Framsóknar fyrr í dag endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96 prósent greiddra atkvæða. 21.4.2024 12:45
Allir með fjölnota innkaupapoka fá frítt í strætó á morgun Á morgun verður hinn alþjóðlegi dagur jarðar haldinn og að því tilefni hefur Krónan ákveðið að bjóða öllum sem mæta með fjölnota innkaupapoka í strætó á höfuðborgarsvæðiu ókeypis far. 21.4.2024 12:30
Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. 21.4.2024 12:00
Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. 21.4.2024 10:49
Sló tvö Spotify-met með nýju plötunni Stórsöngkonan Taylor Swift gaf út plötuna The Tortured Poets Department á föstudaginn. Sama dag hlaut platan flestar hlustanir sem fengist hafa á einum degi á streymisveitunni Spotify auk þess sem söngkonan hlaut flestar hlustanir sem listamaður hefur fengið á einum degi í sögu streymisveitunnar. 21.4.2024 09:53
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17.4.2024 23:44
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent