Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:44 Slóvakinn Maros Sefcovic er viðskiptaráðherra Evrópusambandsins. EPA Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin. Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin.
Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent