Sögulega fáir fálkar í ár Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. 17.12.2023 18:11
Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. 17.12.2023 17:10
Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16.12.2023 23:56
Pilturinn er kominn aftur til Bretlands Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. 16.12.2023 22:50
Nauðsynlegt að nýr viti verði byggður Gjögurviti við Strandir í Árneshreppi er fallinn. Vitavörður telur líklegt að óveður seinni partinn í gær hafi gert út af við vitann, sem hafði staðið í rúma öld. Hann segir nauðsynlegt að nýr viti verði reistur hið snarasta. 16.12.2023 22:24
„Mjög svo“ ósáttur við ferðagjöld og vöruflutningagjöld milli landa Forseti Alþingis segir Alþingi hafa náð að klára þau mál sem áttu að klárast á síðasta þingfundi fyrir jól. Þingmaður Miðflokksins segist mjög ósáttur við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á máli um ný gjöld á flugferðir og vöruflutninga milli landa. 16.12.2023 22:01
Samþykkt að Kristján Jóhannsson fái heiðurslaun listamanna Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun á nýju ári bætast í hóp þeirra listamanna sem hljóta heiðurslaun. Alþingi samþykkti breytinguna á síðasta þingfundi fyrir jól sem fram fór í dag. 16.12.2023 20:57
Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. 16.12.2023 19:46
Handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 16.12.2023 18:39
Fyrsti trommuleikari AC/DC látinn Ástralski trommuleikarinn Colin Burgess, sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, er látinn. Burgess varð 77 ára gamall. 16.12.2023 18:24