Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Play breytir áætlunarkerfinu vegna verk­fallanna

Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. 

Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða

Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 

Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina

Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. 

Vildu ekki greiða at­kvæði um Euro­vision þátt­töku Ís­lands

Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.

Ikea hættir við­skiptum við Rapyd

Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu.

Sjá meira