Sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að útvega öryggisvistun Hafnarfjarðarbær hefur ítrekað kallað eftir því að ríkið útvegi öryggisvistun fyrir einstaklinga sem á því þurfi að halda, að sögn Rannveigar Einarsdóttir, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnasviðs. Þess í stað hafi ríkið lokað mikilvægum úrræðum. Vinakot hefur lengi kallað eftir því að skjólstæðingur sem sýnt hefur af sér ógnandi hegðun fái slíka vistun en hann beitti starfsmann grófu ofbeldi í síðustu viku. 31.3.2022 12:52
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26.3.2022 14:01
„Það eru margir veikir, með hita, hósta og kvef“ Töluvert margir hafa leitað á heilsugæsluna undanfarnar vikur með inflúensu, að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa börn greinst í miklum mæli og mikið álag er á Barnaspítala Hringsins. 25.3.2022 13:50
Stærri skjálfti í Bárðarbungu vegna kvikusöfnunar Skjálfti 4,1 að stærð varð í Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:02 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann í morgun, og fyrri skjálftar á svæðinu á síðustu mánuðum, skýrast af kvikusöfnun. Engin merki eru um gosóróa. 25.3.2022 11:42
Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn. 5.3.2022 13:02
Handtekinn vegna brunans í Auðbrekku Einn hefur verið handtekinn í tengslum við eldsvoðann í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, grunaður um íkveikju. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi. 3.3.2022 10:17
Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. 2.3.2022 11:57
„Sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum“ Forsætisráðherra fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og segir að íslensk stjórnvöld muni þegar í stað leggja aukið fé í mannúðaraðstoð. Þá megi búast við aukinni umferð og liðsflutningum af hálfu Atlantshafsbandalagsins um varnarsvæðið á næstu dögum og vikum. 24.2.2022 12:31
Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24.2.2022 11:49
Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni. 23.2.2022 23:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent