Legóflugvélin er engin smásmíði en félagarnir Brynjar Karl Birgisson og Mikael Þór Arnarsson hafa hugað að hverju einasta smáatriði. Brynjar er líklega einn þekktasti legósmiður landsins en fyrir sjö árum smíðaði hann stóra eftirlíkingu af Titanic-skipi. Mikael Þór Arnarsson er engu síðri legómeistari en þeir skipta verkefnum bróðurlega á milli sín.

Verkefnið er fyrir tilstuðlan Icelandair í tilefni þess að tíu ár eru frá því að áætlunarflug til Billund hófst. Þá sýnir flugvél strákanna nýja ásýnd Icelandair-véla en áhugasamir munu geta barið vélina augum í Smáralind á næstu dögum, þar sem fólki gefst kostur á að giska hversu margir legókubbarnir eru.
Fréttastofa fékk að kíkja á strákana, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.