Allt að 20 stiga hiti á Norðausturlandi Það verður frekar hlýtt víðast hvar á landinu í dag en hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem hitinn gæti náð allt að 20 stigum. 10.7.2019 07:35
36 sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í samgönguráðuneytinu Alls bárust 36 umsóknir um starf upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem auglýst var laust til umsóknar í júní. 9.7.2019 15:38
Milljarðamæringurinn Ross Perot látinn Bandaríski milljarðamæringurinn Ross Perot er látinn, 89 ára að aldri. Hann bauð sig tvisvar fram til forseta Bandaríkjanna, árið 1992 og 1996. 9.7.2019 15:30
Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. 9.7.2019 15:00
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9.7.2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9.7.2019 13:00
Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. 9.7.2019 11:30
Sóttu fótbrotinn göngumann við Hrafntinnusker Þegar klukkan var að ganga þrjú í dag barst björgunarsveitum Landsbjargar tilkynning um slasaðan göngumann á gönguleiðinni um Laugaveginn, sunnan við Hrafntinnusker. 8.7.2019 16:45
Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri Arion banka Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Arion banka. 8.7.2019 16:26
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8.7.2019 16:00
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti