Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 16:00 Sýni sem tekin hafa verið eru til rannsóknar hjá sóttvarnalækni, MAST og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. vísir/getty Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27