Elsta flöskuskeyti heims sent af þýskum sjómönnum Fjölskylda í Perth í Ástralíu hefur fundið elsta flöskuskeyti í heimi sem vitað er um. Skeytið í flöskunni er dagsett þann 12. júní 1886 og því eru tæp 132 ár síðan það var sett í sjó. 6.3.2018 15:41
Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6.3.2018 13:46
Lenti á öðrum hreyflinum í Goose Bay eftir að bilun kom upp Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. 6.3.2018 12:39
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6.3.2018 11:14
Tekinn á 175 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni Erlendur ferðamaður sem var á ferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina var gert að greiða 112.500 krónur í hraðasekt. 6.3.2018 10:26
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6.3.2018 10:13
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6.3.2018 08:26
Aldrei færri horft á Óskarinn í sjónvarpi 26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma. 5.3.2018 23:44
Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5.3.2018 23:24
Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5.3.2018 22:15