Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 08:26 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í gær. Samfylkingin og Píratar hafa hins vegar lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. vísir/hanna Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21