„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 10:13 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir tíma til kominn að þingmenn taki afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. Ef allir þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillöguna þarf fjóra stjórnarþingmenn til viðbótar svo tillagan verði samþykkt. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þegar hann var lagður fyrir flokksráðsfund VG í nóvember. Í samtali við Vísi daginn eftir kvaðst Rósa Björk áskilja sér rétt til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir sinni sannfæringu.Sjá einnig:Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra „Núna liggja öll gögn málsins fyrir og eftir engu að bíða. Það er kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi aðspurð hvers vegna vantrauststillagan sé lögð fram nú. Hún segir raunhæft að tillagan komist á dagskrá á í dag og segir að flokkarnir sem leggi tillöguna fram stefni á það að verði gert. Hefð er fyrir því að taka vantrauststillögur fyrir eins fljótt og verða má.En hvers vegna er lagt fram vantraust á dómsmálaráðherra en ekki ríkisstjórnina? „„Því það er ráðherra sem nýtur ekki trausts. Það er hún sem gerðist brotleg við stjórnsýslulög, það er hún sem hefur verið dæmd tvívegis í Hæstarétti og hefur ekki sýnt eina einustu viðleitni til að bæta þar úr eða taka ábyrgð þar á. Þar með hefur hún gefið mjög skýr skilaboð um að hún muni ekkert láta þetta vera einu embættisathafnirnar þar sem að hún virðir að vettugi allar ráðleggingar og brýtur lög til þess að geta gert hlutina eftir eigin geðþótta. Þannig ráðherra er ekki treystandi. Ríkisstjórnin er alltaf líka að fara að verja sjálfa sig falli en hér erum við að athuga hvort að ríkisstjórnin og stjórnarliðar sætti sig virkilega við að hafa manneskju yfir málaflokkunum dómsmál, mannréttindamál, dómsmál sem virðir ekki grundvallarreglur réttarríkisins í sínum störfum,“ segir Þórhildur Sunna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26