Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Áhyggjur af áhrifum Brexit

Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, varaði við því í gær að óvissa vegna væntanlegrar úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu væri nú þegar farin að hafa alvarleg áhrif á efnahag ríkisins. Lét Carney þau ummæli falla í kjölfar þess að seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspár sínar.

Narendra Modi talinn ýmist hetja eða skúrkur

Forsætisráðherra Indlands er umdeildur á alþjóðavísu. Lofaður fyrir baráttu sína gegn spillingu en lastaður fyrir að hafa leyft ofbeldi gegn múslimum að grassera á Indlandi.

Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2

John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt.

Vill að bandalagsríki einbeiti sér að ISIS

Bandaríkin, sem eru í forsvari fyrir hernaðarbandalagi hliðhollu uppreisnarmönnum í Sýrlandi, vilja að bandalagsríki einbeiti sér alfarið að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var

Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst.

Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða

Framkvæmdastjórn ESB gefur Pólverjum mánuð til að draga til baka umdeild áform um breytingar á dómskerfinu. Stjórnarandstæðingar segja ríkisstjórnarflokkinn reyna að taka sér meiri völd. Ríkisstjórnin segir dómskerfið spillt.

Forsætisráðherra Spánar bar vitni í spillingarmáli

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kom í gær fyrir dómara á Spáni þar sem hann bar vitni í umfangsmiklu spillingarmáli. Málið er höfðað gegn nokkrum meðlimum flokks Rajoys, Flokks fólksins.

Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir

Palestínumenn eru æfir vegna hertrar gæslu við einn helgasta stað múslima. Segja brotið á mannréttindum sínum. Málmleitarhliðum var komið upp vegna skotárásar á staðnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur málið fyrir í dag.

Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu

Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur.

Sjá meira