Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23