Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 "Nei við einræði!“ sögðu mótmælendur sem eru ósáttir við áform um uppstokkun í dómskerfinu. Vísir/AFP Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira