Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 "Nei við einræði!“ sögðu mótmælendur sem eru ósáttir við áform um uppstokkun í dómskerfinu. Vísir/AFP Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“