Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20.3.2022 18:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður rætt við foreldra tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19. Þeir telja að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20.3.2022 18:18
Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20.3.2022 16:30
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20.3.2022 02:35
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19.3.2022 23:31
Myndir: Sýnileikadagur FKA Sýnileikadagur FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag. Gjaldkeri félagsins segir daginn hafa verið vel heppnaðan. 19.3.2022 22:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir ástandið í Úkraínu en nú eru um 300 þúsund manns innlyksa í Maríupól á meðan rússneskir hermenn sprengja sjúkrahús, kirkjur og íbúðahús þar. 19.3.2022 18:00
Vaktin: Pútín sagður búinn að sætta sig við að geta ekki velt Selenskí úr sessi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19.3.2022 16:20
Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18.3.2022 23:31
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18.3.2022 22:16