Sól og sumarblíða á Austurlandi Gestir listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði héldu heim á leið í einmuna veðurblíðu í dag. Hiti á Austurlandi fór hæst í 26,7 stig á Hallormsstað en hefur annars verið í kringum 20 stig á svæðinu. 18.7.2021 23:14
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18.7.2021 23:03
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18.7.2021 22:31
Tvö útköll vegna vélarvana báta í kvöld Björgunarskip frá Grindavík og björgunarbátur frá Þorlákshöfn eru nú á leið að vélarvana báti suðvestur af Þorlákshöfn. 18.7.2021 21:38
„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180. 18.7.2021 20:10
Hoppaði á bílum og stakk lögregluna af Rétt fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um mann sem var að hoppa upp á bíla í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði tók maðurinn til fótanna og komst undan lögreglu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 18.7.2021 19:40
Salka Sól og Arnar Freyr eiga von á sínu öðru barni Tónlistarfólkið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld á von á sínu öðru barni. 18.7.2021 19:01
Tvær verslanir í Kringlunni lokaðar vegna smits Verslun Eymundssonar í Kringlunni var lokuð í dag eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna í gær. Stefnt er að því að verslunin verði opin á morgun. 18.7.2021 18:46
Reyna að losa mann sem festi höndina í vinnuvél Viðbragðsaðilar í Árnessýslu eru nú á vettvangi vinnuslyss við landbúnaðarstörf í Grímsnesi. Maður festi hönd í heyvinnuvél og er unnið að því að losa hann. 18.7.2021 18:29
Teiknari Múhameðsmyndanna er látinn Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára. 18.7.2021 18:19