Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Gerðu loft­á­rás á þrettán hæða blokk á Gasa

Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn.

Sinubruni á Laugarnesi

Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra.

Reglu­legar eftir­lits­ferðir vegna eld­hættu víða um land

Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatíma Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Hvaleyrarvati þar sem gróðureldar loguðu í dag. Einnig kviknuðu eldar í Grímsnesi og á Vatnsleysuströnd. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Suður- og Vesturlandi.

Lýsa reynslu sinni af landa­mærunum sem mar­tröð

Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands.

Sjá meira