Sinubruni á Laugarnesi Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. maí 2021 19:26 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum. Vísir/Vésteinn Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41
Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13
Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09