Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bólu­efni Pfizer kunni að virka verr gegn suður­afríska af­brigðinu

Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar.

Ali­baba sektað um 350 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil.

Ís­lenska deildin ekki hátt skrifuð hjá FIFA-spilurum

Netkosning um hvaða knattspyrnudeildir ættu að vera í FIFA 22, næstu útgáfu knattspyrnutölvuleikjanna vinsælu, stendur nú yfir á vefsíðunni Fifplay. Pepsi Max-deild karla ríður ekki feitum hesti í kosningunum.

Ákveða á morgun hvort gossvæðið verði opið

Viðbragðsaðilar sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðustu daga munu koma saman á stöðufundi á morgun. Þá verður ákveðið hvort svæðið verður opnað aftur, en því var lokað í gær eftir að nýjar sprungur opnuðust suðaustur af upphaflega gosstaðnum.

Sjá meira