Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. 1.2.2021 19:28
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1.2.2021 18:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. 1.2.2021 18:00
Hátt í hundrað sett í sóttkví og sektuð fyrir skíðaferð Lögreglan í Austurríki hefur skyldað 96 erlenda einstaklinga í sóttkví. Fólkið hafði ferðast til Austurríkis til þess að komast á skíði, en skíðabrekkur í landinu eru lokaðar öðrum en þeim sem búa þar, vegna kórónuveirufaraldursins. 1.2.2021 17:33
Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. 31.1.2021 14:52
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31.1.2021 13:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf heyrum við í utanríkisráðherra sem segir brýnt að taka hótanir alvarlega þó þeim sé í undantekningartilfellum fylgt eftir. 31.1.2021 11:44
Hafa handtekið yfir þúsund manns í fjölmennum mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir eitt þúsund manns í tengslum við fjöldamótmæli um allt landið. Mótmælendur kalla eftir því að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31.1.2021 11:14
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust á landamærunum en mótefnastaða þeirra liggur ekki fyrir. 31.1.2021 10:27
Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. 31.1.2021 10:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent