Lilja vonsvikin með Disney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 18:41 Lilja kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að sjá að Disney byði hvorki upp á íslenskt tal né texta á streymisveitu sinni. Samsett Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. „Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja. Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
„Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja.
Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira