Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 10:30 Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér. Grammy Tónlist Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.
Grammy Tónlist Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög