Guðmundur Árni nýr sendiherra á Indlandi Guðmundur Árni Stefánsson var nýverið útnefndur nýr sendiherra Íslands á Indlandi og tók hann þar með við embættinu af Þóri Ibsen. 23.9.2018 10:01
Skoðaði aldrei sjúkraskrá sér til skemmtunar Framkvæmdastjór lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í fullum rétti þegar hann skoðaði sjúkraskrá konu sem kvartaði yfir veitingu heilbrigðisþjónustu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 22.9.2018 16:28
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann við Skógafoss Landhelgisgæslan brást á þriðja tímanum í dag við útkalli þar sem maður slasaðist við það að fjórhjól sem hann ók valt við Skógafoss. 22.9.2018 14:49
Rihanna útnefnd sérstakur sendiherra Barbados Bandaríska leikkonan og poppstjarnan Rihanna hefur verið skipuð í embætti sérstaks sendiherra karabísku eyjunnar Barbados en söngkonan sívinsæla er fædd og uppalin á eyjunni. 22.9.2018 14:07
Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun. 22.9.2018 12:23
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22.9.2018 10:31
Mesta frostið í Garðabæ Lægsti hiti á landinu í nótt var á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Garðabæ. Samkvæmt mæli veðurstofunnar í hrauninu við Reykjanesbraut þar í bæ fór hitastig niður í -4,1°C. 22.9.2018 09:54
Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8.9.2018 22:40
Skiptar skoðanir Vesturbæinga á Októberfest: Stúdentaráð segist gera allt sem það getur til þess að takmarka hávaða Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina. 8.9.2018 21:43
Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8.9.2018 17:00