
Fréttir
Spá mikilli hækkun á gengi tryggingafélags
Greinendur búast við að gengi bréfa í kínverska líftryggingafélaginu China Life hækki um heil 60 prósent þegar það verður skráð í kauphöllina í Sjanghæ á morgun. Reiknað er með miklum sveiflum á gengi bréfa í tryggingafélaginu á morgun.

Kínverska lögreglan í átökum við hryðjuverkamenn
Kínverska lögreglan varð 18 manns að bana í dag þegar hún gerði árásir á búðir hryðjuverkamanna í Xinjiang, sem er sjálfstjórnarhérað í vesturhluta Kína. Árásin átti sér stað á föstudaginn og var fyrst sagt frá henni í dag. Hryðjuverkamennirnir eru af tyrkneskum uppruna og kínversk yfirvöld segja vera aðskilnaðarsinna.

Glitnir spáir 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar
Greiningardeild Glitnis segir horfur á jákvæðum hlutabréfamarkaði innanlands og spáir því að Úrvalsvísitalan hækki um 21 prósent á árinu sem er nokkuð meira en sem nemur hækkun síðasta árs.

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins
Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Óhagstæður vöruskiptahalli veikir krónuna
Nafngengi krónunnar hefur lækkað um 7 prósent frá miðjum október á síðasta ári. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að fyrri veiking myndi ganga til baka að mestu. Greiningardeild Landsbankans segir það skipta máli að snúa óhagstæðum vöruskiptahalla við eigi að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar.
Elin Gabriel lætur af störfum hjá Actavis
Elin Gabriel, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Actavis í Vestur Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu í þessum mánuði en Aidan Kavanagh, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar í Mið-, Austur-Evrópu og í Asíu mun taka yfir ábyrgðarsviði hennar ásamt Ferghal Murphy yfirmanni innkaupasviðs Actavis.

Olíuverð enn undir 58 dölum
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag í kjölfar verra veðurfars í Bandaríkjunum og aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu þar í landi. Þá eiga Rússar hlut að máli en þeir skrúfuðu fyrir olíuleiðslur til Hvíta-Rússlands í dag með þeim afleiðingum að olía barst ekki til Póllands og Þýskalands.

200 milljónir fyrir dvergkafbát
Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer.

Goldman Sachs lækkar mat á Wal-Mart
Gengi hlutabréfa í bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, lækkaði um rúmt prósent á markaði vestanhafs í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs lækkaði mat sitt á verslanakeðjunni.

Farþegum fjölgaði hjá EasyJet
Farþegum sem flugu á vegum breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet fjölgaði um 11,2 prósent í desember í fyrra samanborið við sama tíma fyrir ári. Þetta jafngildir því að 33,7 milljónir farþega hafi flogið með vélum EasyJet í mánuðinum. Tekjur félagsins hækkuðu sömuleiðis um 20,7 prósent í fyrra.

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi
Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu.

Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni
Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista.

Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna
Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi.
Framdi morð í afbrýðiskasti
Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær.
Forynjur á álfabrennu
Fjölmenni og forynjur skemmtu sér við álfabrennu Bolvíkinga í gærkvöldi.

Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna
Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega.
Ráðherra opin fyrir aukinni veiðiskyldu
Sjávarútvegsráðherra vill skoða hvort tilefni sé til að auka veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildunum í framhaldi af sviptingum í sjávarútvegi að undanförnu. Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins segir veiðiframsalið undirrót vandans í greininni.

Tuttugu látnir eftir fangauppreisn
Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga.
Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi
Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær.

Ákvörðun um aftökurnar liggur enn ekki fyrir
Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Saddams Hussein, og Awad al-Bander dómari verði hengdir en þeir voru dæmdir til dauða með Saddam.

Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd
Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins.

Wielgus sagði af sér
Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag hefur sagt af embætti eftir að í ljós kom að hann var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Tilnefningin hans hefur af þeim sökum valdið miklum deilum í landinu.

Íhuga að beita kjarnavopnum
Ísraelar eru sagðir íhuga árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómssprengjum og koma þar með í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum sínum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 hefur slíkum vopnum aldrei verið beitt í hernaði.

Álagningin jókst á síðasta ári
Álagning íslensku olíufélaganna var talsvert meiri á síðasta ári en á árinu 2005, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðareigenda. Forstjóri Olíufélagsins segir rétt að álagningin hafi verið nokkur á síðari hluta ársins en bendir á að um miðbik þess hafi félagið tekið á sig miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði.

Segir brandarann misskilinn
Varaformaður vinstri grænna segir brandara í áramótaannáli vefritsins Múrsins, um bók Margrétar Frímannsdóttur, hafa farið yfir strikið. Hún segir grínið hvorki hafa beinst gegn Margréti né Thelmu Ásdísardóttur heldur Jóni Baldvin Hannibalssyni.

Abbas bannar sveitir Hamas
Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Makmúd Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir.

Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa
Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna.

Frábiður sér gagnrýni
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því.

Indónesíska vélin enn ófundin
Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs.