

Bestu lið heims fagna því örugglega þegar þau dragast næst í riðil með íslensku landsliði á stórmóti á vegum FIBA, FIFA eða UEFA.
Íslensku karlalandsliðin í fótbolta, handbolta og körfubolta hafa ekki tapað einu einasta stigi í keppnisleikjum sínum í Laugardalnum undanfarna sextán mánuði. Öll hafa komist á stórmótin.
Goran Dragic, nýkrýndur Evrópumeistari með Slóveníu og besti leikmaður Evrópumótsins, fékk að hans eigin mati bestu gjöf sem hann hefur fengið á ævinni þegar hann kom aftur heim til Slóveníu eftir að slóvenska körfuboltalandsliðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.
Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins.
Slóvenar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið vann átta stiga sigur á Serbíu, 93-85, í úrslitaleiknum í Istanbul í Tyrklandi.
Serbar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í körfubolta þar sem þeir munu mæta Slóveníu á sunnudaginn.
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá.
Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta með 67-83 sigri á Ítalíu í kvöld.
Rússland er komið í undanúrslit Evrópumótsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Grikklandi, 69-74. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Rússar leika um verðlaun á EM.
Marc Gasol átti stjörnuleik þegar Spánn vann Þýskaland, 72-84, í 8-liða úrslitum EM í körfubolta í dag.
Spánverjar mættu Tyrkjum fyrir fullu húsi í Istanbúl og slógu þá úr leik í 16-liða úrslitum Eurobasket í dag en í lokaleik 16-liða úrslitanna unnu Rússar leik sinn gegn Króötum og mæta Grikkjum í 8-liða úrslitum.
Lettland og Serbía komust áfram í 8-liða úrslit Eurobasket með öruggum sigrum í morgunsárið í Tyrklandi en Lettar gátu leyft sér að hvíla stærstu stjörnunar í lokaleikhlutanum gegn Svartfjallalandi.
Ítalía og Grikkland komust áfram í 8-liða úrslit Eurobasket í Tyrklandi í kvöld en spútniklið Finnlands átti engin svör gegn ítölsku vörninni.
Silfurlið Frakklands frá síðasta Eurobasket féll úr leik gegn Þýskalandi nú rétt í þessu en á sama tíma komust Slóvenar áfram eftir nokkuð öruggan sigur gegn Úkraínu.
Hinn breski Gabe Olaseni var bestur allra í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, reiknar út framlag leikmanna í hverjum leik og var Olaseni með 26,8 að meðaltali í leik í riðlakeppninni.
Pau Gasol er orðinn stigahæsti leikmaður í sögu Evrópumótsins í körfubolta.
Riðlakeppninni á EM í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum.
Spánn vann alla fimm leiki sína í C-riðli EM í körfubolta með samtals 146 stigum.
Tólf þúsund manns tóku víkingaklappið í Helsinki í gær.
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson vildu ekki gefa neitt út um framtíð sína með íslenska landsliðinu eftir frábæra frammistöðu en naumt tap íslenska liðsins á móti Finnum í gærkvöldi í lokaleik Íslands á EM í Helsinki. Ísland var yfir á köflum í leiknum en gaf mikið eftir í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Haukur Helgi Pálsson sagði sárt að sjá eftir sigrinum á móti Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta í kvöld.
Martin Hermannsson skoraði 12 stig í tapinu fyrir Finnum í síðasta leik Íslendinga á EM í körfubolta.
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var ánægður með frammistöðuna gegn Finnum þótt úrslitin hafi verið neikvæð. Hann vill halda áfram með íslenska landsliðið.
Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.
Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta.
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.
Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld.
Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu.
Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld.
Hafdís Hafsteinsdóttir var fyrir utan keppnishöllina í Helsinki ásamt ungri dóttur sinni á leið á leik Íslands og Finnlands á EM í körfubolta.