
Vísindi

Bein útsending: Vísindamenn kynna nýja uppgötvun með þyngdarbylgjum
Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar áttu þátt í nýrri uppgötvun sem verður kynnt kl. 14 í beinni útsendingu á Vísi.

Vísindastefna fjarri raunveruleika?
Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs. Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi

Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar
Kortlagning á sjávarbotninum við Grænland bendir til að enn stærri hluti hans komist í snertingu við hlýjan sjó en áður var talið og að meira magn íss sé ofan sjávarborðs.

Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp
Gas úr eldgosum fyrir milljörðum ára myndaði lofthjúp utan um tunglið sem dugði í tugir milljóna ára, segja vísindamenn.

Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk
Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari.

Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein
Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim.

Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís
Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós.

Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024
Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess.

Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019
Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019.

Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar
Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar.

Ætla að byggja geimstöð á braut um tunglið
Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að stöðinni í sameiningu.

Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir
Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur.

Sögufrægur útvarpssjónauki skemmdist í fellibylnum Maríu
Arecibo-útvarpssjónaukinn er sá næststærsti í heimi og er rúmlega hálfrar aldar gamall.

Fresturinn til að ná loftslagsmarkmiðum hugsanlega rýmri
Hópur vísindamanna telur að mannkynið gæti haft áratug lengur til að ná metnaðarfullu markmiði um að takmarka hnattræna hlýnun en aðrir hafa áætlað. Rannsókn þeirra er ekki óumdeild.

Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni
Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti.

Bráðnun jökla ógnar drykkjarvatni milljóna manna
Jafnvel þótt miðað sé við metnaðarfyllstu markmið um takmörkun hnattrænnar hlýnunar munu jöklar Asíu tapa um þriðjungi massa síns fyrir lok aldarinnar.

Næsthlýjasti ágúst frá upphafi mælinga
Aðeins ágústmánuður í fyrra þegar áhrifa öflugs El Niño gætti enn var hlýrri en nýliðinn ágúst.

Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa
Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar.

Öll mistök SpaceX í einu myndbandi
Mjög margar milljónir dala springa á undir tveimur mínútum.

Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn
Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima.

Eiturefni úr húðflúrum geta borist í eitla
Þeir sem fá sér húðflúr ættu líklega ekki bara að passa að hreinlætis sé gætt með nálarnar heldur einnig kynna sér efnasamsetningu bleksins.

Vígahnöttur vakti athygli: Bjartari en Venus
Glóandi hnöttur vakti athygli á kvöldhimninum á ellefta tímanum en myndband náðist af því Sævar Helgi telur vera vígahnött.

SpaceX lenti enn einni eldflauginni
Falcon 9-eldflaug var skotið á loft frá Kennedy-geimmiðstöðinni í Flórída og lenti hún aftur skammt frá.

Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands
Rennsli í jökulám raskast þegar jöklar hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar munu hafa djúpstæð áhrif á lífríki og samfélög manna.

Selur í Snöru í Surtsey
Óvenju margt er um manninn í Surtsey og reynir fólk að hjálpa urtunni.

Kórónuskvettu gætu fylgt öflug norðurljós
Norðurljósaspá Stjörnufræðivefsins gerir ráð fyrir öflugum norðurljósum annað kvöld.

Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar
Verði fundurinn staðfestur er um annað stærsta svarthol í Vetrarbrautinni okkar að ræða.

Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1
Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins.

Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir
Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár.

Svanasöngur Cassini við Satúrnus getur afhjúpað leyndardóma
Þegar aðeins tvær vikur eru eftir af þrettán ára leiðangri Cassini við Satúrnus getur geimfarið enn afhjúpað leyndardóma reikistjörnunnar.