

Plötusnúðurinn Rósa Birgitta Ísfeld setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Lagalistinn er dansvænn og hressandi með eindæmum.
"Ég hlusta á alls konar tónlist svo lögin sem koma mér í fíling eru úr öllum áttum. Í mínum eyrum er þetta skotheldur listi til spilunar, til dæmis á meðan maður hefur sig til,“ segir Thelma sem gaf nýlega út lagið Humming my song sem er af væntanlegri breiðskífu sem hún vinnur nú að.
Það er Salka Valsdóttir sem setur lagalista Lífsins saman í þetta sinn. Hún er þessa stundina að vinna plötu með hljómsveit sinni CYBER. "Platan heitir Horror og þessi lagalisti er hryllingsinnblásinn fyrir vikið. Ég mæli með honum í rigningunni og rokinu í sumar!“
„Þetta er mjög dæmigerður partílisti fyrir sjálfa mig þegar ég er að koma mér í fíling á föstudegi,“ segir myndlistakonan Þórdís Erla Zoëga en hún setti saman fötudagsplaylista Lífsins að þessu sinni.
"Þetta er playlisti með tónlist úr ýmsum áttum sem ég myndi persónulega dilla mér við á föstudagskvöldi, ef þið mynduð gera það líka fáið þið kúlstig!" segir Lord Pusswhip, en það er listamannsnafn Þórðs Inga Jónssonar, rappara og pródúsers sem er maðurinn bakvið föstudagsplaylistann að þessu sinni.
Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, setti meðflylgjandi lagagista saman sem ætti að koma lesendum í föstudagsfílíng. "Þetta er léttur listi með þeim lögum sem hafa verið að hafa áhrif á mig undanfarið.“
Kött Grá Pje er með ýmislegt í gangi um þessar mundir en hann var að enda við að gefa út lag Dags rauða nefsins sem hann gerði með söngkonunni Karó og fleirum og í kvöld spilar hann ásamt Hatara á skemmtistaðnum Húrra.
"Það er alltaf nóg að gera á Prikinu og við fögnum nýútkominni plötu Arons Can yfir helgina. Þessi playlisti er drifbensín á daglegu verkin. Sé stuð.“ Segir Geoffrey, potturinn og pannan á Prikinu, sem dregur upp úr vasanum lagalista sem er eins og kvöld á Prikinu þjappað saman í 10 lög.
Myndlistakonan Helga Páley Friðþjófsdóttir setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Þetta mun koma henni í rétta stuðið fyrir daginn en hún er að fara að opna einkasýninguna Fullt minni í SÍM-salnum klukkan 17.00 í dag.
Heimir Björnsson, betur þekktur sem Heimir rappari, setti saman lagalista Lífsins að þessu sinni. Þemað er bresk grime-tónlist. "Það kemur mér alltaf í stuð,“ segir Heimir sem er að spila ásamt Kött Grá Pjé á morgun á Hard Rock.
Tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen er skipuleggjandi raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival sem verður haldin í sumar. Playlistinn þennan föstudaginn er því „leyndardómsfullt ferðalag inn í helgina“ að hætti Extreme Chill.
Plötusnúðurinn Karítas raðaði saman föstudags-playlistanum okkar þennan föstudaginn. Um er að ræða ákveðið forskot á sæluna því að Karítas spilar á Prikinu á morgun og ekki ólíklegt að eitthvað af þessum lögum fái að hljóma þar á bæ.
Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sauð saman föstudagsplaylistann fyrir Lífið að þessu sinni. "Þetta er svona blanda af nýjum og gömlum stuðlögum úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að láta manni líða eins og maður sé mjög töff,“ segir Hildur.
DJ Dóra Júlía setti saman lagalista Lífsins að þessu sinni. Þeir sem kunna vel að meta listann hennar Dóru ættu að skella sér á Sæta svínið í kvöld en þar dj-ar Dóra á föstudagskvöldum.
Tónlistamaðurinn Kristinn Kerr Wilson spilar á Sónar-hátíðinni á laugardaginn klukkan 22:00 í bílakjallaranum undir listamannsnafninu Kerr Wilson. Hann setti saman föstudagslagalista Lífsins að þessu sinni til að tryggja að allir komist í gott stuð fyrir helgina sem er framundan.
Rapparinn Alexander Jarl setti saman þennan lagalista sem ætti að koma lesendum Lífsins í gott stuð fyrir helgina.
Linda Hartmanns setti þennan ljúfa og notalega föstudagslagalista saman fyrir lesendur Lífsins.
Tónlistamaðurinn Teitur Magnússon, sem er þessa stundina að vinna að nýrri breiðskífu, setti saman þennan fjölbreytta og hressa föstudagslagalista fyrir lesendur Lífsins.