Norður-Kórea

Forkólfar í forsetaframboði vilja nánari samskipti við Norður-Kóreu
Suður-Kóreubúar ganga nú til forsetakosninga sem boðað var ti leftir að Park Geun-hye sagði af sér vegna spillingamála. Frambjóðandinn sem þykir sigurstranglegastur vill auka samskipti við Norður-Kóreu.

Saka CIA um tilræði gegn Kim Jong Un
Norður-Kóreumenn segjast hafa komið í veg fyrir tilræðið.

Norður-Kóreumenn gagnrýna Kína harðlega
Segja „gáleysisleg“ ummæli Kínverja um kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins skapraunandi.

Suður-Kóreumenn undrandi vegna orða Trump
Forsetinn hefur farið um víðan völl í máli sínu um Norður-Kóreu og einræðisherra landsins.

Heimta að slökkt verði á eldflaugavarnarkerfinu
Kínverjar telja kerfið, sem hefur verið gangsett í Suður-Kóreu, koma niður á eigin eldflaugagetu og draga úr öryggisjafnvægi á svæðinu.

Eldflaugavarnakerfið í Suður-Kóreu nú nothæft
Nokkrir mánuðir eru í að eldflaugavarnakerfi THAAD nái fullum afköstum.

Trump myndi funda með Kim við réttar kringumstæður
Sean Spicer, talsmaður Trump, sagði blaðamönnum svo í kvöld að "augljóslega“ væru kringumstæðurnar ekki svo nú að Trump muni funda með Kim.

Hóta að byggja upp kjarnorkuvopn með auknum hraða
Norður-Kóreumenn saka Bandaríkin um að auka spennu á svæðinu og ýja að nýrri tilraunasprengingu.

Trump ekki kátur með eldflaugatilraunir Norður-Kóreu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt.

Tillerson til í beinar viðræður við Norður-Kóreu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir bestu lausnina á Norður-Kóreudeilunni beinar viðræður við Norður-Kóreu. Hann útilokar ekki að beita hernaðarvaldi.

Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu
Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu.

Norður-Kórea framkvæmir enn eina eldflaugatilraunina
Hernaðaryfirvöld í Norður-Kóreu reyndu í dag að sprengja flugskeyti í tilraunarskyni en án árangurs.

Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu
Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir.

Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum
Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju.

Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu
Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá "miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu.

Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár
Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega.

Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu
Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu.

Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu
Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni.

Norður-Kórea hótar Ástralíu vegna ummæla utanríkisráðherrans
Norður-Kóreskir ráðamenn eru æfir vegna ummæla Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, um landið, á nýlegum fundi hennar með varaforseta Bandaríkjanna.

Hóta að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna
Norður-Kóreumenn lýsa Carl Vinson sem "ógeðslegu dýri“ og segja að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins.

Hækka viðbúnaðarstig vegna hátíðar hersins í norðri
Gífurlegur viðbúnarður er á Kóreuskaga.

Segjast hættir að treysta Trump
Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.

Gera ekki kjarnorkutilraunir en spila þess í stað blak
Nýjar gervihnattamyndir frá Norður-Kóreu vekja furðu sérfræðinga.

Norður-Kórea sprengir upp Bandaríkin í nýju áróðursmyndbandi
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt.

Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu
Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum.

Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga
Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums.

Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar
Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu

Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“
Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna.

Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna.

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?
Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.