
Börn og uppeldi

Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til
Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla.

Börn í vanda
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum
Jón Hákon Halldórsson kennari í Foldaskóla segir mælinn fullan og tímabært að sýna fullan stuðning við kennaraforystuna.

Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum
Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir.

Viðbrögð barna við sorg
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum.

Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum
Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt.

Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni
Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið.

Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust
Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust.

Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra
Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega.

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar.

Allskonar núansar
Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum að Kastljós tók Þorgrím Þráinsson tali nú í vikunni, og ræddi við hann um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Ég vil byrja á að segja við öll börn og unglinga sem mögulega lesa þetta að hika ekki við að leita aðstoðar hjá fullorðnum þegar ykkur líður illa. Það er fólk úti um allt í samfélaginu sem vill hjálpa, styðja, og hlusta.

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind?

Segir menntuð fífl hættuleg fífl
Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum
Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur.

Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga blása til fræðslufundar um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna undir yfirskriftinni Tökum samtalið.

Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar.

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Í skólum koma mörg þúsund börn á ýmsum aldri saman dag hvern. Börn eiga rétt á því að vera örugg í skólanum í víðasta skilningi þess orð.

Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar
Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Ekkert annað húsnæði komi til greina
Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina.

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Í dag rifjum við upp einstaka sögu Leikfangasmiðjunnar Öldu og Dúabílsins – táknmynd framtakssemi, sköpunarkrafts og vonar. Þetta er saga um litla leikfangasmiðju á Þingeyri, stofnaða árið 1985 af bjartsýnum hugsjónamönnum sem trúðu á eigin hugmyndir og kraft lítillar en samheldinnar byggðar. Þetta er líka saga um börn – börnin sem léku sér við Dúa, börnin sem hönnuðu hann og börnin sem verða framtíð okkar allra.

Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn
Barnabarn Helgu Steffensen ætlar að endurvekja Brúðubílinn eftir fimm ára dvala leikhússins. Það er allt til reiðu hjá brúðuleikhússtjóranum, það vantar aðeins eitt, sjálfan bílinn.

Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla
Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum.

Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Hefur áhyggjur af börnum í strætó
Umboðsmaður barna segir það áhyggjuefni hversu algengt það er að börn verði fyrir áreiti í strætó, sérstaklega stelpur. Á nýlegum samráðsfundi barna, Strætó og sveitarstjórna hafi börn stigið fram með fjölmörg dæmi um áreitni í orðum og óviðeigandi snertingar.

Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“
Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað.

Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum.

One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub)

Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu
Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum
Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt.