Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:00 Drengirnir hittu Ingu til að ræða málið. Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“ Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“
Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27