Gjaldþrot

„Gjaldþrotið var mér einum að kenna og lagðist þungt á mig”
Halldór Einarsson, eigandi Henson, segist enn elska að mæta í vinnuna alla morgna eftir áratugastörf við að hanna og sauma íþróttaföt. Halldór, sem er oftast kallaður Henson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar talar hann um hve ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað síðan hann stofnaði íþróttafyrirtækið Henson með eina saumavél að vopni aðeins 22 ára gamall.

Kröfur upp á 735 milljónir í þrotabú Hótel Sögu
Skiptum er lokið í þrotabú Hótel Sögu ehf., rekstrarfélagsins sem Íslands rak Hótel Sögu í Bændahöllinni við Hagatorg um áratugaskeið. Lýstar kröfur voru tæpar 735 milljónir króna.

Bréf í bönkum taka dýfu
Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum.

Engar eignir fundust í þrotabúi 24 miðla
Skiptum er lokið á þrotabúi 24 miðla ehf., sem hélt um skamma hríð úti fréttavefnum 24 - þínar fréttir. Engar eignir fundust upp í ríflega níu milljóna króna kröfur.

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur
Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Sverrir Einar skuldar Landsbankanum tæpar 60 milljónir vegna Þrastalundar
Landsbankinn hefur lagt inn beiðni um nauðungarsölu á hinum fornfræga Þrastalundi í Grímsnesi. Eignin er skráð á V63 ehf. sem er alfarið í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns.

Hallbjörn Hjartarson látinn og félagið sem reisti Kántrýbæ gjaldþrota
Einkahlutafélagið Villta Vestrið / Skagaströnd ehf. er gjaldþrota. Starfsemi félagsins snerist um fjármögnun á húsinu sem hýsti veitingastaðinn Kántrýbæ og var samnefnd útvarpsstöð staðsett þar einnig. Hallbjörn Hjartarson, eigandi félagsins, lést í september síðastliðnum.

Gjaldþrot umdeildrar starfsmannaleigu nam 320 milljónum króna
Um tuttugu milljónir króna fengust greiddar af forgangskröfum í þrotabú starfsmannaleigunnar Verkleigunnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins fékk tveggja ára dóm fyrir tveimur árum fyrir skattsvik.

Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu
Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum.

Kröfur upp á 940 milljónir í þrotabú Víðis
Gjaldþrotaskiptum í þrotabúi Víðis ehf. sem rak samnefndar matvöruverslanir lauk í síðustu viku. Heildarfjárhæð lýstra krafna nam rúmum 940 milljónum króna.

287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga
Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur.

Kröfur upp á tæpa 22 milljarða í þrotabú þriggja félaga tengdum Primera
Skiptum á þremur félögum tengdum flugfélaginu Primera Air lauk þann 22. júlí síðastliðinn. Samtals voru kröfur upp á rúma 22 milljarða í félögin Primera Air ehf., PTG hf. og PI ehf.

Ógreiddar kröfur rúmlega 120 milljónir
Ógreiddar kröfur í þrotabú bakarís Jóa Fel námu rúmlega 120 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 333 milljónum króna en samþykktar kröfur voru 140 milljónir. Tæpar tuttugu milljónir fengust upp í samþykktar kröfur.

Rúmlega milljarðs gjaldþrot félags Magnúsar
Engar eignir fundust í búi Tomahawk framkvæmda ehf. þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur voru tæpir 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skiptalokatilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Danny Guthrie gjaldþrota
Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið.

Fyrrum félag Björgólfs og Róberts endaði í fjórtán milljarða þroti
Skiptum er lokið í þrotabúi Mainsee Holding ehf. en engar eignir fundust upp í lýstar kröfur sem námu 13,87 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2018.

Kröfur upp á milljarð í þrotabú Capital Hotels
Alls námu lýstar kröfur í þrotabú CapitalHotels ehf. rétt tæplega milljarði króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí árið 2020.

Fjárfestingafélag erfingja endaði í 49 milljarða gjaldþroti
Skiptum á þrotabúi fjárfestingafélagsins Icecapital ehf. lauk 28. mars síðastliðinn en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2012 eða fyrir rúmum tíu árum. Almennar kröfur í búið námu alls 49,6 milljörðum króna en upp í þær fengust einungis 438,7 milljónir, eða 0,88 prósent.

Kröfur upp á 87 milljónir í þrotabú Teatime
Skiptum á búi fyrirtækisins Teatime ehf. var lokið þann 22. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu samtals tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Kominn á nýjan stað í lífinu og upplifði létti eftir gjaldþrotið
Jói Fel sagði skilið við veitingageirann fyrir rúmu ári þegar bakaríin hans fóru í þrot. Hann segir það hafa verið erfiða reynslu að ganga í gegnum en að hann hafi samt verið staðráðinn í að rísa fljótt aftur upp.

Björn Ingi gjaldþrota
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er gjaldþrota.

66 fasteignir einstaklinga seldar nauðungarsölu í fyrra
Alls voru 66 fasteignir í eigu einstaklinga seldar með nauðungarsölu árið 2021 samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættum. Um er að ræða mál sem luku með afsali á árinu.

Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð
Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops.

337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions
Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félag Norðuráls í Helguvík gjaldþrota
Félagið Norðurál Helguvík ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, 28. október.

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu
Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis.

Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice
Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra.

Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota
Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

200 milljóna króna gjaldþrot Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg
Skiptum í þrotabúi Þriggja grænna osta, sem rak veitingastaðinn Ostabúðina við Skólavörðustíg 8 frá 2015-2019, er lokið. Rúmlega sjö milljónir króna fengust greiddar upp í forgangskröfur.