Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 14:35 Zodiac bátur á borð við þá sem Sportbátar seldu áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot. Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna. Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina. Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina.
Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira