Rússland

Fréttamynd

Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi

Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni.

Erlent
Fréttamynd

Navalny sleppt úr haldi

Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Fékk máva í hreyflana

Tuttugu og þrír farþegar rússneskrar farþegaþotu eru slasaðir eftir að vélin flaug inn í fuglasverm og þurfti að nauðlenda á engi nærri Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Vopnageymsla sprakk í Síberíu

Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins.

Erlent
Fréttamynd

Játar að hafa myrt áhrifavaldinn sem fannst í ferðatösku

33 ára gamall karlmaður sem handtekinn var í gær grunaður um morðið á rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni og lækninum Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu í Moskvu í síðustu viku hefur játað að hafa myrt Karaglanovu.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sigar hernum á skógareldana

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað hernum að taka þátt í baráttunni við skógareldana í Síberíu og öðrum austurhéruðum Rússlands sem brenna nú sem aldrei fyrr.

Erlent
Fréttamynd

Einn handtekinn grunaður um hrottalegt morð á áhrifavaldi

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni.

Erlent
Fréttamynd

Heilsa Navalní sögð ásættanleg

Bráð veikindi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í fangelsi hafa vakið athygli enda þekkt að gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml séu myrtir eða beittir ofbeldi.

Erlent