

Dani Alves lyfti sínum fertugasta titli um síðustu helgi þegar Brasilía vann Copa America. Hann er þar með fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hefur unnið 40 titla á ferlinum.
Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi.
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum.
Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum.
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum.
Níundi meistaratitill Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni.
Brasilíska bossa nova tónlistarmaðurinn Joao Gilberto er fallinn frá 88 ára að aldri.
Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn.
Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni.
Áfrýjun fyrrverandi forsetans á spillingardómi er á borði hæstaréttar Brasilíu en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í ágúst. Kröfu um að hann yrði látinn laus þangað til var hafnað.
Mögnuð Marta tryggði Brössum sigur.
Prestaskortur er eitt helsta vandamál kaþólsku kirkjunnar í Amasón héruðum Brasilíu, til þess að leysa vandann sem kirkjunni bíður velta ráðamenn í Vatíkaninu því nú fyrir sér hvort breyta eigi margra alda gömlum reglum kirkjunnar um presta.
Maðurinn hefur þó verið fangelsaður um óákveðinn tíma.
Er sakaður um nauðgun.
Tíu unglingaliðsmenn brasilíska liðsins Flamengo létust í febrúar síðastliðnum er eldur braust út á heimavist liðsins. Nú hefur fyrrum forseta félagsins verið kennt um brunann.
Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu.
Brasilíska goðsögnin Formiga skráði sig heldur betur í sögubækurnar í dag þegar hún lék allan leikinn á miðju Brasilíu þegar liðið vann 3-0 sigur á Jamaíka í fyrstu umferð HM í Frakklandi.
Síðastliðið ár hefur ekki verið dans á rósum hjá brasilíska leikmanninum Neymar. Heimurinn fékk nóg af leikaraskap hans á HM, hann hefur tvisvar farið í leikbann – fyrir að móðga dómara og slá áhorfanda, misst fyrirliðabandið í l
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum.
Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain.
Dani Alves en ekki Neymar verður fyrirliði brasilíska landsliðsins í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst í næsta mánuði.
Glæpagengi ráða lögum og lofum í brasilískum fangelsum. Átök á milli þeirra eru tíð.
Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu.
Fjögur stór alþjóðleg fyrirtæki eru sökuð um að hafa mútað embættismönnum til að fá samninga um lækningavörur sem þau svo ofrukkuðu fyrir.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum.
Brasilíska fyrirsætan Caroline Bittencourt er látin eftir að hafa drukknað undan ströndum Sao Paulo um síðustu helgi.
Ayrton Senna lést í kappakstri á Imola brautinni á þessum degi árið 1994.
Brasilísk fyrirsæta, sem hneig niður er hann gekk tískupallinn á tískuvikunni í brasilísku borginni Sao Paulo á laugardag, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Brasilíska ríkinu Pará í norðurhluta landsins eftir að ferja sigldi á brú með þeim afleiðingu að brúin hrundi.