Tímamót

Fréttamynd

Kristjón og Sunna enn í sambandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur eru enn saman. Vísir greindi frá því mánudaginn 16. maí að upp úr sambandi þeirra hefði slitnað og vísaði til upplýsinga um sambandsstöðu Kristjóns á Facebook þar sem hann var skráður einhleypur. Það átti eftir að breytast og ljóst að ástin lifir.

Lífið
Fréttamynd

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Innlent
Fréttamynd

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Lífið
Fréttamynd

Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir

Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna.

Lífið
Fréttamynd

Guðrún Helga Sørtveit á von á öðru barni

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn

„Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt.

Lífið
Fréttamynd

Konungur meistaranna

Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Dóra María leggur skóna á hilluna

Knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir er búin að leggja skóna á hilluna. Hennar seinasti leikur á ferlinum var gegn Selfyssingum í lokaumferð Íslandsmótsins í fyrra þar sem Valskonur tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum.

Íslenski boltinn