Getnaður hjá vinum hleypur á tugþúsundum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2023 19:30 Það hefur lengi tíðkast að gefa barni sængur- og skírnargjöf. Kynjaveisla og Baby Shower er fremur nýtt og byggir á erlendum hefðum. Tíð veisluhöld til að fagna komu barns í heiminn stinga í stúf við gamla hjátrú um barnsburð. Veisluhöldum, til að fagnafæðingu barns, hefur farið fjölgandi. Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“ Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Getnaður hjá vinum og ættingjum er almennt mikið gleðiefni en hann getur verið nokkuð kostnaðarsamur fyrir þá sem eru í lífi foreldranna vegna, að því er virðist, endalausra veisluhalda til að fagna komu barnsins. Um er að ræða fjögurra fasa fyrirkomulag hjá þeim sem taka þátt í öllu ferlinu. Í myndbandsfréttinni má sjá grafíska yfirferð á kostnaði vegna getnaðar hjá vinum. Tugþúsunda gjafaútgjöld Fyrst er það kynjaveisla: Blaðra er sprengd, kynið afhjúpað og gjöf gefin. Sirka þremur mánuðum síðar fær maður boð í Baby Shower: Pálínuboð þar sem vinir giska á hæð og þyngd ófædda barnsins og gjöf auðvitað gefin. Barnið fæðist um mánuði síðar og nokkrum vikum eftir þau tímamót er komið að sængurgjöfinni en hana gefur maður þegar maður hittir barnið í fyrsta sinn. Svo má auðvitað ekki gleyma skírnargjöfinni, fjórðu gjöfinni á sirka sex til sjö mánaða tímabili. Heildarkostnaður í dæminu sem farið er yfir í sjónvarpsfréttinni: 31.659 krónur. Og svo ef maður er á barneignaraldri má gera ráð fyrir að kannski þrjár til fjórar vinkonur fjölgi sér á ári - sem gera um 126.636 krónur. Erlendar hefðir Þetta gjafaflóð sem tengist komu barns byggir á erlendum hefðum sem við höfum tileinkað okkur. Sængurgjöfin er frekar rótgróin hér á landi en hér áður fyrr tíðkaðist einnig að gefa barninu tanngjöf þegar fyrsta tönnin kom upp. „Það var ekki tannálfurinn heldur voru það afar og ömmur sem gáfu barninu örlítinn pening. Það er eitthvað sem hefur horfið en sængurgjöfina höfum við haldið í. Þessi seinni bylgja af svona veislum, sérstaklega fyrir fæðingu, er nýtt. Við höfum lengi verið með gjafir og hefðir sem koma eftir að barnið er komið í heiminn,“ sagði Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur. Eva Þórdís er þjóðfræðingur en hún rannsakar nú hjátrú og annað í tengslum við hjátrú.ívar arnarsson Gömul hjátrú á undanhaldi Hér áður fyrr var það nefnilega talið boða ógæfu að gefa barni gjöf áður en það fæddist. „Og ég held að það tengist gömlum hugmyndum um að það sé ógæfa til dæmis að búa upp vögguna áður en að barnið kemur eða vera búin að undirbúa of mikið áður en barnið kemur í heiminn.“ Þessi gamla hjátrú sé byggð á ótta um heilsu móður og barns. „Svo má ekki gleyma því að okkur finnst hjátrú stundum vera eitthvað sem er bara svona liggur við kjánalegt eða skondið. En hvort sem það eru íþróttamennirnir sem vilja ekki skipta um sokka fyrir leik eða mæðurnar sem vilja ekki drekka úr skorðóttum bolla eða búa upp vögguna þá er þetta alltaf spurning um að stjórna því sem við höfum ekki stjórn á og þegar við höfum ekki stjórn þá er stutt í óttann. Þannig hjátrú er yfirleitt mjög alvarlegt mál og fúlasta alvara.“
Barnalán Fjármál heimilisins Tímamót Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira